Skip to content

PERSÓNUVERNDARSKILMÁLAR FYRIR SMÁFORRITIÐ

1. INNGANGUR

1.1 Þessir persónuverndarskilmálar fjalla um það hvernig WSA safnar og vinnur þínar persónuupplýsingar þegar þú notar þetta smáforrit (hér eftir ,,smáforritið”).
1.2 WSA stendur fyrir WS Audiology Denmark A/S, með staðfestu í Danmörku (hér eftir vísað til ,,WSA”, ,,við”, ,,okkur”, ,,okkar”) og við erum talin ábyrgðaraðili fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna þegar þú notar þetta smáforrit.
1.3 WSA er hluti af alþjóðlegri fyrirtækjasamstæðu og ef þú samþykkir vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum í rannsóknar- og þróunartilgangi vekjum við athygli á því að við munum vinna persónuupplýsingar þínar í samstarfi við samstæðufyrirtæki okkar. Í lagalegum skilningi teljumst við þá til sameiginlegra ábyrgðaraðila. Þú getur lesið meira um hvernig við vinnum sameiginlega að vinnslu persónuupplýsinga þinna í kafla 5.
1.4 Þú getur fengið tengiliðaupplýsingar allra ábyrgðaraðila í kafla 2.1 og upplýsingar um hvernig við deilum ábyrgðinni í kafla 2.2.
1.5 Vinsamlegast athugaðu að þeim eiginleikum sem lýst er hér að neðan eru ekki allir aðgengilegir í öllum löndum og gæti þess vegna verið að einhverjir eiginleikar séu ekki aðgengilegir hjá þér.
1.6 Þínar persónuupplýsingar verða unnar í samræmi við þessa persónuverndarskilmála og gildandi lög. WS Audiology Denmark A/S er stofnað innan ESB og þess vegna gildir almenna persónuverndarreglugerðin (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga (hér eftir ,,almenna persónuverndarreglugerðin”) um okkar vinnslu, ásamt viðeigandi landsbundnum persónuverndarreglum. ,,Persónuupplýsingar” stendur fyrir allar upplýsingar sem varða auðkenndan eða auðkennanlegan einstakling.

2. ÁBYRGÐARAÐILAR

2.1 WS Audiology Denmark A/S ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga þinna þegar þú notar þetta smáforrit, sjá nánar í kafla 4. Tengiliðaupplýsingar fyrir WS Audiology Denmark A/S eru:
WS Audiology Denmark A/S 
Skráningarnr. 15771100
Nymøllevej 6,
3540 Lynge
Danmörk
Sími +45 44 35 56 00
Netfang: privacy@wsa.com
Ef þú samþykkir og leyfir okkur að vinna þínar persónuupplýsingar í rannsóknar- og þróunartilgangi mun WS Audiology Denmark A/S bera ábyrgð á þeirri vinnslu sameiginlega með tveimur samstæðufyrirtækjum, Sivantos GmbH og Sivantos Pte. Ltd. Tengiliðaupplýsingar fyrir  Sivantos GmbH og Sivantos Pte. Ltd. eru:
Sivantos GmbH,
Skráningarnr. DE30144051,
Henri-Dunant-Straße 100,
91058 Erlangen, Þýskaland
Símanúmer: +49 91313080
Netfang: privacy@wsa.com
Sivantos Pte. Ltd.,
Skráningarnr. 198600657G,
18 Tai Seng Street, #08-08,
Singapore 539775
Símanúmer: +65 6370 9666
Netfang: privacy@wsa.com
2.2 WS Audiology Denmark A/S, Sivantos GmbH og Sivantos Pte. Ltd. hafa gert með sér samkomulag sem lýtur að viðkomandi ábyrgð, samkvæmt 26. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar.
Í stuttu máli höfum við samið um að WS Audiology Denmark A/S beri meginábyrgð á því að tryggja lögmætan grundvöll fyrir vinnslu persónuupplýsinga og að þú sért upplýst/ur um okkar vinnslu og þín réttindi. Enn fremur ber WS Audiology Denmark A/S ábyrgð á því að svara öllum beiðnum eða fyrirspurnum sem þú kynnir að hafa, einnig í sambandi við að tryggja og eyða þínum persónuupplýsingum, eða gera slíkar upplýsingar nafnlausar, óskir þú eftir því.
Þrátt fyrir framangreint getur þú sótt réttindi þín gangvart hvaða ábyrgðaraðila sem er.

3. PERSÓNUVERNDARFULLTRÚI

3.1 Þú getur einnig alltaf haft beint samband við persónuverndarfulltrúa okkar, sem ber ábyrgð á því að svara spurningum um persónuvernd og þín réttindi samkvæmt gildandi lögum. Vinsamlegast notaðu eftirfarandi netfang: dpo@wsa.com

4. UPPLÝSINGAR SEM UNNAR ERU ÞEGAR ÞÚ NOTAR SMÁFORRITIÐ OG EIGINLEIKA ÞESS

UPPLÝSINGAR SEM OKKUR BER SKYLDA TIL ÞESS AÐ SAFNA 
4.1 Sem framleiðandi lækningatækja berum við skyldu til þess að uppfylla ákveðnar lagalegar kröfur. Til þess að tryggja og skjalfesta að smáforritið þitt og þín heyrnartæki séu í samræmi við gildandi reglur og staðla hvað varðar gæði, öryggi og virkni þá söfnum við ákveðnum persónuupplýsingum um þig. Flokkar persónuupplýsinga sem við söfnum eru eftirfarandi:
4.1.1 Upplýsingar um símtækið þitt, þar á meðal gerð símtækis og í hvaða landi símtækið er notað.
4.1.2 Upplýsingar um smáforritið þitt og notkun á smáforritinu, þar á meðal merki smáforritsins og hvernig smáforritið er notað af þér (hvaða síður smáforritsins þú skoðar, hvaða eiginleika þú notar og hvernig).
4.1.3 Upplýsingar um heyrnartækin þín og notkun þeirra, þar á meðal raðnúmer og gerð og hversu mikið þú notar heyrnartækin þín (notkunartími).
4.1.4 Auðkenni, tímastimplar og tæknilegar upplýsingar eins og skráningar og villumeldingar frá smáforritinu og heyrnartækjum, þ.m.t. tímastimplar sem sýna hvenær stillingum á þínum heyrnartækjum var síðast breytt af þínum lækni eða heilbrigðisstarfsmanni.
4.1.5 Lagagrundvöllur fyrir vinnslu okkar byggir á ákvæðum 6(1)(c) og 9(2)(i) almennu persónuverndarreglugerðarinnar.
UPPLÝSINGAR SEM VIÐ VINNUM EF ÞÚ NOTAR TELECARE EIGINLEIKANN 
4.2 Í einhverjum tilvikum kann þinn læknir/heilbrigðisstarfsmaður að bjóða þér Telecare fjarþjónustu, allt eftir tegund heyrnartækja þinna og því landi sem þú ert í.
Með þínu samþykki, og í þeim tilgangi að gera þér kleift að nota Telecare og gera þínum lækni eða heilbrigðisstarfsmanni kleift að veita fjarþjónustu, munum við senda eftirfarandi flokka af upplýsingum milli þín og þíns læknis/heilbrigðisstarfsmanns:
4.2.1 Spjallskilaboð og hvers kyns myndbands- eða hljóðupptökur milli þín og þíns læknis/heilbrigðisstarfsmanns.
4.2.2 Allar ánægjukannanir eða þjónustueinkunnir sem þú veitir þínum lækni/heilbrigðisstarfsmanni. Þú getur skilað umsögn um þína ánægju af heyrnartækjum og þeirri þjónustu sem þú hefur aðgang að í gegnum Telecare.
Ef þinn læknir/heilbrigðisstarfsmaður gerir breytingar á stillingum heyrnartækja þinna á fjarfundi, þá munum við miðla sumum eða öllum eftirfarandi upplýsingum:
4.2.3 Beiðni sem birtist í smáforritinu og krefst þess að þú samþykkir að hljóð-/myndbandstengingu sé komið á og að fjarfundur megi fara fram.
4.2.4 Upplýsingar um þig og þína heyrnarskerðingu, þar á meðal hljóðrit þitt, kyn þitt og aldur.
4.2.5 Upplýsingar um heyrnartækin þín, þar á meðal gerð og raðnúmer.
4.2.6 Upplýsingar um notkun þína á heyrnartækjum þínum, þar á meðal hversu lengi þú hefur notað heyrnartækin þín og hversu löngum tíma þú hefur eytt í ólíkum hljóðumhverfum.
4.2.7 Upplýsingar um stillingar á heyrnartækjum þínum, þar á meðal um breytingar á stillingum.
4.2.8 Þínar persónuupplýsingar verða tengdar við sérstakt Telecare auðkenni.
4.2.9 Lagagrundvöllur vinnslu okkar er samþykki þitt, sjá ákvæði 6(1)(a) og 9(2)(a) í almennu persónuverndarreglugerðinni.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um það hvernig persónuupplýsingar þínar eru unnar af þínum lækni/heilbrigðisstarfsmanni skaltu hafa beint samband við viðkomandi aðila. Samþykkið veitt í þessu smáforriti er aðeins samþykki fyrir miðlun gagna milli þín og þíns læknis/heilbrigðisstarfsmanns. Eiginleg vinnsla upplýsinganna af þínum lækni/heilbrigðisstarfsmanni fellur ekki undir samþykkið eða þessa persónuverndarskilmála.
UPPLÝSINGAR SEM VIÐ VINNUM EF ÞÚ NOTAR EIGINLEIKA SIGNIA AÐSTOÐARMANNSINS/REXTON AÐSTOÐARMANNSINS 
4.3 Signia aðstoðarmaðurinn eða Rexton aðstoðarmaðurinn (hér eftir ,,stafrænn aðstoðarmaður” í þessum kafla) gæti verið þér aðgengilegur í smáforritinu þínu, allt eftir því hverrar tegundar heyrnartækin þín eru og í hvaða landi þú ert.
Stafræni aðstoðarmaðurinn býður þér möguleika á því að hámarka heyrnarupplifun þína enn frekar með því að stinga upp á smávægilegum breytingum á stillingum heyrnartækja þinna. Enn fremur getur hann aðstoðað þegar þú hefur spurningar um hvernig eigi að meðhöndla heyrnartækin þín.
Með samþykki þínu munum við vinna eftirfarandi flokka af persónuupplýsingum í þeim tilgangi að gera þér kleift að nota stafræna aðstoðarmanninn:
4.3.1 Þegar þú virkjar og notar eiginleika stafræna aðstoðarmannsins í smáforritinu, ásamt upplýsingum um það sem þú hefur valið í samræðum þínum við stafræna aðstoðarmanninn.
Ef þú gerir breytingar á stillingum heyrnartækja þinna munum við enn fremur vinna eftirfarandi upplýsingar:
4.3.2 Upplýsingar um þína heyrnarskerðingu, þar á meðal hljóðrit þitt, kyn þitt og aldur.
4.3.3 Upplýsingar um þín heyrnartæki, þar á meðal raðnúmer og gerð.
4.3.4 Upplýsingar um notkun á heyrnartækjunum þínum, þar á meðal í hversu langan tíma þú hefur notað þau og hversu löngum tíma er eytt í ólíkum hljóðumhverfum.
4.3.5 Upplýsingar um stillingar heyrnartækja þinna, þar á meðal allar breytingar gerðar á stillingum.
4.3.6 Persónuupplýsingar þínar verða tengdar við sérstakt stafræns aðstoðarmanns-auðkenni.
Til þess að halda þínum lækni/heilbrigðisstarfsmanni upplýstum um þær breytingar sem þú hefur gert á stillingum heyrnartækja þinna þá gerum við ávallt aðgengilegt og miðlum (ef mögulegt) með þínum lækni/heilbrigðisstarfsmanni:
4.3.7 Allar breytingar sem þú hefur gert á stillingum heyrnartækja þinna og upplýsingar um upphaflega vandamálið sem þú lýstir með völum þínum í gegnum stafræna aðstoðarmanninn.
4.3.8 Lagagrundvöllur fyrir vinnslu okkar og miðlun þessara upplýsinga er samþykki þitt (ákvæði 6(1)(a) og 9(2)(a) í almennu persónuverndarreglugerðinni).
Ef þú hefur einhverjar spurningar um það hvernig þær upplýsingar sem við miðlum og gerum þínum lækni/heilbrigðisstarfsmanni aðgengilegar eru unnar af þeirra hálfu, skaltu hafa samband við þinn lækni/heilbrigðisstarfsmann. Samþykki þitt í smáforritinu nær til notkunar þinnar á stafræna aðstoðarmanninum og til skyldubundinnar birtingar og miðlunar á ofangreindum upplýsingum til þíns læknis/heilbrigðisstarfsmanns. Vinnsla þíns læknis/heilbrigðisstarfsmanns á þessum upplýsingum fellur ekki undir þetta samþykki.

5. UPPLÝSINGAR UNNAR Í RANNSÓKNAR- OG ÞRÓUNARTILGANGI

5.1 Ef það er leyfilegt í þínu landi, og aðeins með þínu samþykki, munum við safna og vinna upplýsingar þínar í rannsóknar- og þróunarskyni svo við getum gert enn betri heyrnarlausnir í framtíðinni.
Ef það er tilfellið, þá munum við safna og vinna eftirfarandi flokka persónuupplýsinga:
5.1.1 Upplýsingar um þína heyrnarskerðingu, þar á meðal hljóðrit þitt sem endurspeglar þína heyrnarskerðingu, kyn þitt og aldur.
5.1.2 Upplýsingar um þín heyrnartæki, þar á meðal raðnúmer og gerð, ásamt upplýsingum um stillingar heyrnartækja þinna, þar á meðal allar breytingar á stillingum.
5.1.3 Upplýsingar um notkun þína á heyrnartækjum þínum, þar á meðal í hversu langan tíma þú notar heyrnartækin (notkunartími), hversu langan tíma þú hefur talað með heyrnartækin og hversu löngum tíma þú hefur eytt í ólíkum hljóðumhverfum, t.d. hljóðlátu eða hávaðasömu umhverfi (bæði þar sem fólk talar og ekki).
5.1.4 Upplýsingar um það hversu mörg skref þú tekur og hversu virk/ur þú ert. Skrefin og virkni þín eru skráð af skynjurum í heyrnartækjum þínum.
5.1.5 Upplýsingar um smáforritið þitt, þar á meðal nafn merkis og útgáfu smáforritsins.
5.1.6 Upplýsingar um notkun þína á smáforritinu, þar á meðal hvenær þú virkir og notar smáforritið, hvaða síður í smáforritinu þú skoðar og hvaða eiginleika þú skoðar og hvernig þú notar þá.
5.1.7 Upplýsingar um þitt símtæki, þar á meðal tegund og tungumál símtækisins og í hvaða landi það er notað.
5.1.8 Við notum auðkenni til þess að tengja saman upplýsingar um þig þar sem að við þörfnumst ekki upplýsinga um nafn þitt eða persónulegt auðkenni þitt. Allar þínar persónuupplýsingar sem við söfnum í rannsóknar- og þróunartilgangi eru tengdar við sama viðskiptamannaauðkennið, sjá einnig kafla 5.2.5 og 5.3.3.
5.1.9 Lagagrundvöllur fyrir söfnun og vinnslu okkar á þínum persónuupplýsingum er samþykki þitt (grein 6(1)(a) og 9(2)(a) í almennu persónuverndarreglugerðinni).
Ef þú samþykkir sérstaklega vinnslu okkar á upplýsingum frá Telecare og/eða Signia aðstoðarmanninum/Rexton aðstoðarmanninum í rannsóknar- og þróunartilgangi, þá vísum við til kafla 5.2-5.3 hér að neðan þar sem þú getur fengið frekari upplýsingar um það hvernig við vinnum upplýsingar sem við söfnum með þessum eiginleikum.
UPPLÝSINGAR UNNAR Í RANNSÓKNAR- OG ÞRÓUNARTILGANGI – TELECARE
5.2 Ef það er leyfilegt í þínu landi, og aðeins með þínu samþykki, munum við safna og vinna upplýsingar um notkun þína á Telecare í rannsóknar- og þróunarskyni svo við getum gert enn betri heyrnarlausnir í framtíðinni.
Ef það er tilfellið þá munum við safna og vinna eftirfarandi flokka af persónuupplýsingum:
5.2.1 Lengd, en ekki efni, allra spjallskilaboða milli þín og þíns læknis/heilbrigðisstarfsmanns.
5.2.2 Allar ánægjukannanir eða þjónustueinkunnir ásamt endurgjöf sem þú veitir þínum lækni/heilbrigðisstarfsmanni.
5.2.3 Allar beiðnir sem birtast í smáforritinu og krefjast samþykki þíns svo hægt sé að stofna til hljóð- eða myndtengingar svo fjarfundur geti átt sér stað.
5.2.4 Upplýsingar um stillingar heyrnartækja þinna, þar á meðal allar breytingar á stillingum.
5.2.5 Við notum auðkenni til þess að tengja saman upplýsingar um þig þar sem áð við þörfnumst ekki upplýsinga um nafn þitt eða persónulegt auðkenni þitt. Allar þínar persónuupplýsingar sem við söfnum í rannsóknar- og þróunartilgangi eru tengdar við sama viðskiptamannaauðkennið, sjá einnig kafla 5.1.8 og 5.3.3.
5.2.6 Lagagrundvöllur fyrir söfnun og vinnslu okkar á þínum persónuupplýsingum er samþykki þitt (ákvæði 6(1)(a) og 9(2)(a) í almennu persónuverndarreglugerðinni).
UPPLÝSINGAR UNNAR Í RANNSÓKNAR- OG ÞRÓUNARTILGANGI – SIGNIA AÐSTOÐARMAÐUR/REXTON AÐSTOÐARMAÐUR
5.3 Ef það er leyfilegt í þínu landi, og aðeins með þínu samþykki, munum við safna og vinna upplýsingar um notkun þína á Signia aðstoðarmanninum/Rexton aðstoðarmanninum (hér eftir „stafræni aðstoðarmaðurinn“ í þessum kafla) í rannsóknar- og þróunarskyni svo við getum gert enn betri heyrnarlausnir í framtíðinni.
Ef það er tilfellið þá munum við safna og vinna með eftirfarandi flokka af persónuupplýsingum:
5.3.1 Upplýsingar um notkun þína á eiginleikum stafræna aðstoðarmannsins í smáforritinu, þar á meðal þegar þú virkir og notar stafræna aðstoðarmanninn, og þá valmöguleika sem þú framkvæmir í samskiptum við stafræna aðstoðarmanninn.
5.3.2 Upplýsingar um stillingar þinna heyrnartækja, þar á meðal allar breytingar sem gerðar eru á stillingum af þér í gegnum stafræna aðstoðarmanninn.
5.3.3 Við notum auðkenni til þess að tengja saman upplýsingar um þig þar sem að við þörfnumst ekki upplýsinga um nafn þitt eða persónulegt auðkenni þitt. Allar þínar persónuupplýsingar sem við söfnum í rannsóknar- og þróunartilgangi eru tengdar við sama viðskiptamannaauðkennið, sjá einnig kafla 5.1.8 og 5.2.5.
5.3.4 Lagagrundvöllur fyrir söfnun og vinnslu okkar á þínum persónuupplýsingum er samþykki þitt (ákvæði 6(1)(a) og 9(2)(a) í almennu persónuverndarreglugerðinni).

6. UPPLÝSINGUM SEM DEILT ER MEÐ ÞÍNUM RÁÐGJAFA HJÁ HEAR.COM – Á AÐEINS VIÐ UM NOTENDUR HORIZON HEYRNARTÆKJA

6.1 Ef þú notar Horizon smáforritið og heyrnartæki (keypt í Bandaríkjunum), þá munum við með þínu samþykki deila einhverjum persónuupplýsingum með Hear.com til þess að gera þínum ráðgjafa hjá Hear.com kleift að veita þér endurgjöf og aðstoða þig frekar við það að hámarka þínar heyrnalausnir. Þær persónuupplýsingar sem við deilum eru:
6.1.1 Í hversu langan tíma þú notar heyrnartækin þín (notkunartími), og raðnúmer heyrnartækja þinna.
6.1.2 Lagagrundvöllur fyrir söfnun og vinnslu okkar á þínum persónuupplýsingum er samþykki þitt (ákvæði 6(1)(a) og 9(2)(a) í almennu persónuverndarreglugerðinni).
Ef þú hefur einhverjar spurningar um það hvernig þínar persónuupplýsingar eru unnar af þínum ráðgjafa, skalt þú hafa samband við þinn ráðgjafa hjá Hear.com. Samþykkið sem veitt er í smáforritinu nær aðeins til miðlunar upplýsinga. Eiginleg vinnsla upplýsinga af hálfu Hear.com ráðgjafa fellur ekki undir þetta samþykki eða þessa persónuverndarskilmála.

7. STAÐSETNING

7.1 Í smáforritinu ertu sérstaklega beðin/n um að veita aðgang að staðsetningarupplýsingum til þess að para smáforritið saman við þín heyrnartæki. GPS-staðsetningin þín er aðeins unnin í símtækinu þínu, ekki af WSA, og er aðeins notuð til þess að para heyrnartækin þín.

8. HVERNIG VIÐ SÖFNUM ÞÍNUM PERSÓNUUPPLÝSINGUM

8.1 Við söfnum þínum persónuupplýsingum frá þér, símtækinu þínu, smáforritinu, heyrnartækjum þínum og frá þínum lækni/heilbrigðisstarfsmanni. Enn fremur  söfnum við í rannsóknar- og þróunartilgangi einhverjum af þínum persónuupplýsingum í gegnum hugbúnað sem við höfum þróað og þinn læknir/heilbrigðisstarfsmaður notar til þess að breyta stillingum heyrnartækja þinna, sjá kafla 5.1 sérstaklega. Við söfnum upplýsingum með þessum hugbúnaði í hvert sinn sem þú átt fund með þínum lækni/heilbrigðisstarfsmanni.

9. OKKAR VINNSLUAÐILAR

9.1 Við notum þriðju aðila til þess að vinna persónuupplýsingar. Þeir vinna upplýsingar eftir ströngum fyrirmælum okkar og þar af leiðandi starfa þeir sem okkar vinnsluaðilar. Við notum vinnsluaðila sem hýsingaraðila og í tengslum við hljóð- og myndsímtöl í gegnum Telecare. Við höfum gengist undir vinnslusamning, í samræmi við 28. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar, við okkar vinnsluaðila til þess að tryggja að vinnsluaðilar innleiði viðeigandi öryggisráðstafanir þegar kemur að skipulagi og tækni, svo vinnslan standist kröfur almennu persónuverndarreglugerðarinnar og annarra viðeigandi laga sem standa vörð um þín réttindi.

10. FLUTNINGUR ÞINNA PERSÓNUUPPLÝSINGA TIL ÞRIÐJU RÍKJA

10.1 Þar sem WS Audiology Denmark A/S er stofnað innan ESB verða þínar persónuupplýsingar unnar innan ESB. Þar að auki, ef þú samþykkir söfnun okkar á persónuupplýsingum í rannsóknar- og þróunartilgangi þá verða þínar persónuupplýsingar fluttar til Singapore þar sem þriðji ábyrgðaraðilinn Sivantos Pte. Ltd., er með staðfestu í Singapore. Einnig gætu þínar persónuupplýsingar verið fluttar til ábyrgðaraðila sem hefur staðfestu utan Evrópska efnahagssvæðisins (,,EES”), þar á meðal til Bandaríkjanna. Frá sjónarhorni Evrópusambandsins (,,ESB”) tryggja einhver lönd utan EES ekki ,,viðunandi vernd” við vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við ESB staðla.  Hins vegar tryggjum við alltaf áður en við flytjum upplýsingar að viðtakandi þinna persónuupplýsinga sé bundinn því að veita sambærilega vernd og  þér er tryggð undir lögum þíns lands (og í öllum tilfellum í samræmi við okkar skuldbindingar samkvæmt þessum persónuverndarskilmálum). Sérstaklega samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni, tryggjum við að slíkur viðtakandi hafi gripið til fullnægjandi öryggisráðstafana og að skilyrði 44. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar séu uppfyllt, t.d. vegna ákvörðunar framkvæmdastjórnar ESB fyrir viðeigandi ríki í samræmi við 45. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar, eða að samningsaðilar hafi gengist undir hinar svokölluðu ESB stöðluðu samningsskilmálar sem samþykktir hafa verið af framkvæmdastjórn ESB, í samræmi við 46. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar.
Ef þú þarfnast frekari upplýsinga um ofangreinda miðlun upplýsinga getur þú óskað eftir þeim frá okkur – vinsamlegast sendu beiðni þína á persónuverndarfulltrúann okkar, eins og fram kemur að ofan í kafla 3.

11. VARÐVEISLA GAGNA

11.1 Við varðveitum þínar persónuupplýsingar aðeins svo lengi sem nauðsynlegt er til þess að upplýsingavinnslan nái tilgangi sínum, þar með talið svo lengi sem lög krefja. Hér að neðan höfum við lýst varðveislutíma þinna persónuupplýsinga.
TELECARE
11.2 Þær persónuupplýsingar sem við vinnum og gera þér kleift að nota Telecare, er aðeins miðlað milli þín og þíns læknis/heilbrigðisstarfsmanns, sjá kafla 4.2. Þessar persónuupplýsingar geymum við ekki.
SIGNIA AÐSTOÐARMAÐUR/REXTON AÐSTOÐARMAÐUR
11.3 Þær persónuupplýsingar sem við vinnum og gera þér kleift að nota Signia aðstoðarmanninn/Rexton aðstoðarmanninn, sjá kafla 4.3, eru ekki varðveittar, að undanskildum upplýsingum sem við gerum þínum lækni/heilbrigðisstarfsmanni aðgengileg, sjá kafla 4.3.7. Þær upplýsingar geymum við í 5 ár frá því að þeim var safnað, til notkunar fyrir þinn lækni/heilbrigðisstarfsmann. Eftir þann tíma er upplýsingunum eytt eða þær gerðar nafnlausar.
RANNSÓKNAR- OG ÞRÓUNARTILGANGUR
11.4 Þær persónuupplýsingar sem við söfnum og vinnum úr í rannsóknar- og þróunartilgangi, sjá kafla 5.1-5.3, eru varðveittar í 5 ár. Eftir þann tíma er upplýsingunum eytt eða þær gerðar nafnlausar.

12. ÞÍN RÉTTINDI

Þú getur haft samband við okkur hvenær sem er. Þú getur afturkallað veitt samþykki hvenær sem er. Smáforritið okkar gerir þér það kleift á einfaldan hátt.
Þú nýtur einnig eftirfarandi réttinda:
  • Þú átt rétt á því að fá upplýsingar um hvernig við vinnum þínar persónuupplýsingar og átt rétt á því að fá afrit af þeim upplýsingum sem við eigum um þig (15. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar).
  • Þú átt rétt á því að biðja okkur um að leiðrétta óáreiðanlegar upplýsingar sem við höfum um þig (16. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar).
  • Þú átt rétt á því að biðja okkur um að eyða upplýsingum um þig ef það er engin ástæða fyrir okkur að varðveita þær upplýsingar lengur. Ef nauðsynlegt er fyrir okkur að varðveita upplýsingarnar lengur, t.d. í þeim tilgangi að uppfylla lagaskilyrði eða aðrar lagalegar kröfur, þá ber okkur ekki skylda til þess að eyða persónuupplýsingunum (17. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar).
  • Þú gætir átt rétt á því að biðja okkur um að takmarka vinnslu á þínum persónuupplýsingum. Þessi réttur gerir þér kleift að biðja okkur um að stöðva vinnslu, t.d. ef þú vilt staðfesta nákvæmni vinnslunnar eða ástæðu fyrir vinnslu (18. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar).
  • Þú gætir átt rétt á því að fá persónuupplýsingar um þig, sem þú hefur látið okkur í té, á skipulegu, algengu og tölvusniðslesanlegu sniði (,,gagnaflutningur”) og rétt á því að þessar upplýsingar sé fluttar til annars ábyrgðaraðila ef skilyrði 20.(1) gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar  eða annarra viðeigandi laga eru uppfyllt.
Ef þú telur að vinnsla þinna persónuupplýsinga brjóti í bága við persónuverndarlög þá hefur þú einnig þann rétt undir 77. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar að kvarta til eftirlitsstofnunar með persónuvernd að þínu vali. Þar á meðal  er  sú eftirlitsstofnun sem hefur eftirlit með okkur:
Sú eftirlitsstofnun með persónuvernd sem ber ábyrgð á WS Audiology Denmark A/S:
Datatilsynet
Carl Jacobsens Vej 35
2500 Valby
Danmörk
Símanr. +45 33 19 32 00
dt@datatilsynet.dk
Sú eftirlitsstofnun með persónuvernd sem ber ábyrgð á Sivantos GmbH:
Bayerisches Landesamt für Datenschutzaufsicht
Promenade 18
91522 Ansbach
Þýskaland
Sími: +49 (0) 981 180093-0
Fax: +49 (0) 981 180093-800
Netfang: poststelle@lda.bayern.de
Sú eftirlitsstofnun með persónuvernd sem ber ábyrgð á Sivantos Pte. Ltd.:
Personal Data Protection Commission
10 Pasir Panjang Road
#03-01 Mapletree Business City
Singapore 117438
Sími: +65 6377 3131
Fax: +65 65773888
Vefsíða: https://www.pdpc.gov.sg/

ÍBÚAR INDLANDS

Varðandi kvartanir vegna persónuverndar á Indlandi, þá hefur þú rétt til þess að kvarta til WSA vegna hvers kyns aðgerða eða aðgerðarleysis, vegna vanefnda eða vegna annarra réttinda þinna samkvæmt viðeigandi lögum.  Þú getur haft samband við persónuverndarfulltrúa okkar vegna þinna réttinda, ef þú hefur einhverjar spurningar vegna vinnslu þinna persónuupplýsinga, sjá kafla 3 í persónuverndarskilmálum. Við leggjum okkur fram við að svara slíkum erindum tímanlega og innan 30 daga.
Þegar kvörtunarferli innan WSA er lokið hefur þú rétt til þess að kvarta til Persónuverndar Indlands samkvæmt viðeigandi lögum.

ÍBÚAR KANADA

Ef þínum persónuupplýsingum var safnað í Kanada skaltu vinsamlegast athuga neðangreindar upplýsingar varðandi vinnslu þinna persónuupplýsinga:
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þín réttindi, þar á meðal varðandi aðgang, leiðréttingar eða eyðingu upplýsinga, getur þú haft samband við persónuverndarfulltrúa okkar ef málið varðar vinnslu persónuupplýsinga þinna, sjá kafla 3 í persónuverndarskilmálum. Við leggjum okkur fram við að svara slíkum erindum tímanlega. Ef þú ert staðsett/ur í Quebec héraði þá verðum við að svara beiðni þinni um aðgang eða  leiðréttingu tafarlaust og ekki seinna en 30 dögum eftir að beiðnin hefur verið móttekin.  Ef þú ert ekki sátt/ur við svör frá okkur eða ef þú vilt leggja fram formlega kvörtun, getur þú alltaf haft samband við skrifstofu Persónuverndar í Kanada í síma 1-800-282-1376 (gjaldfrjálst) eða í gegnum póst: Office of the Privacy Commissioner of Canada, 30 Victoria Street, Gatineau, QC K1A 1H3. Þú getur einnig haft samband við skrifstofu Persónuverndar í héruðum Bresku Kólumbíu og Alberta, eða Framkvæmdastjórn d’accàs à l’information í Quebec héraði ef við á.

ÍBÚAR BANDARÍKJANNA

Í þessum hluta eru viðbótarupplýsingar sem eiga aðeins við um íbúa Bandaríkjanna.
Persónuupplýsingar sem við söfnum.  Kaflar 4-6 í persónuverndarskilmálunum lýsa þeim flokkum persónuupplýsinga sem við höfum safnað frá neytendum síðustu tólf (12) mánuði. Íbúar Kaliforníu, vinsamlegast athugið að þar á meðal eru eftirfarandi flokkar ,,persónuupplýsinga” samkvæmt lögum Kaliforníu:
  • Auðkenni og persónuupplýsingar sem heyra undir lög Kaliforníu um neytendaskrár (e. California’s Consumer Records Statute), þar með talið IP tölur og önnur sérstök innri auðkenni;
  • Viðskiptaupplýsingar, svo sem upplýsingar um heyrnartæki og þjónustu sem þú keyptir, fékkst eða íhugaðir;
  • Hljóðupplýsingar, rafrænar upplýsingar, sjónrænar upplýsingar eða aðrar sambærilegar upplýsingar, svo sem heyrnarpróf eða breytingar á heyrnartækjum framkvæmdar í gegnum smáforritið;
  • Viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem upplýsingar um heilsufar líkt og lýst er að neðan, og efni ákveðinna samskipta við þriðju aðila sem þú átt í samskiptum við í gegnum smáforritið;
  • Landfræðilegar upplýsingar – þú getur virkt smáforritið á þann hátt að það safni upplýsingum um staðsetningu þína (vinsamlegast athugaðu að ef þú gerir það þá eru slíkar upplýsingar aðeins unnar til þess að para heyrnartækin þín og þú getur afvirkt slíka pörun hvenær sem er í gegnum stillingar):
  • Upplýsingar um virkni á internetinu eða aðra rafræna netvirkni, þar á meðal, en ekki takmarkað við, vefferil, leitarsögu og upplýsingar um samskipti þín við smáforritið okkar.
  • Ályktanir dregnar af ofangreindum upplýsingum.
Ef þú býrð í ríki sem hefur samþykkt persónuverndarlöggjöf um heilsufarsupplýsingar, vinsamlega athugaðu að persónuupplýsingarnar sem við söfnum geta innihaldið eftirfarandi tegundir heilsufarsupplýsinga um neytendur:
  • Heilbrigði, meðferðir og greiningar, þar með talið þær sem varða heyrnarmissi eða heyrnarskerðingu;
  • Læknisfræðileg inngrip, t.d. inngrip á borð við heyrnartæki;
  • Aðgerðir tengdar heilsu;
  • Heyrnarstarfsemi, lífsmörk, einkenni eða mælingar á framangreindu;
  • Greiningar, greiningarpróf eða meðferðir.
10.2. Upptök persónuupplýsinga.  Við öflum þeirra persónuupplýsinga sem lýst er í persónuverndarskilmálum þessum (a) beint frá þér, (b) með heyrnartækjum þínum og notkun þinni í smáforritinu okkar, (c) frá þriðju aðilum, þar með talið heilbrigðisstarfsfólki, stýrikerfum og öðrum kerfum.
10.3. Vinnsla persónuupplýsinga.  Kaflar 4-6 í persónuverndarskilmálunum lýsa viðskiptalegum tilgangi okkar fyrir söfnun persónuupplýsinga og hvernig við vinnum persónuupplýsingarnar.
10.4. Birting persónuupplýsinga; Engar persónusniðnar auglýsingar.  Kaflar 4-6 í persónuverndarskilmálunum lýsa flokkum þriðju aðila (vinnsluaðilar) sem við deilum persónuupplýsingum með. Vinsamlegast athugaðu:
  • Allar persónuupplýsingar kunna að vera birtar í viðskiptalegum tilgangi: Við birtum allar, eða flestar, persónuupplýsingar sem fjallað er um í persónuverndarskilmálunum með öllum flokkum þriðju aðila sem fram koma í persónuverndarskilmálunum, í viðskiptalegum tilgangi.
  • Engin ,,sala” persónuupplýsinga eða markmiðaðar auglýsingar. Við ,,seljum” ekki persónuupplýsingar samkvæmt skilgreiningu Bandarískrar persónuverndarlöggjafar. Við deilum heldur ekki persónuupplýsingum fyrir persónusniðnar auglýsingar. Við leyfum þriðju aðilum heldur ekki að nota persónusniðnar auglýsingar fyrir þig þegar þú notar smáforritið, byggt á notkun þinni í gegnum tímann og notkun þinni á ólíkum vefsíðum á internetinu eða öðrum netþjónustum.
10.5. Þinn persónuverndarréttur. Þú getur beitt réttindum sem fram koma í kafla 12 í persónuverndarskilmálunum. Til þess að nýta þessi réttindi getur þú haft samband við okkur með eftirfarandi hætti:
  • Sendu okkur tölvupóst á netfangið privacy@wsa.com
  • Hringdu í okkur í síma +1 888 857 5754
Íbúar ákveðinna ríkja Bandaríkjanna geta valið um að beita rétti sínum sjálfir, eða fá viðurkenndan umboðsmann til þess að leggja fram beiðnir fyrir þeirra hönd. Ef þú notar viðurkenndan umboðsmann gætum við þurft að staðfesta auðkenni þitt, auðkenni umboðsmanns þíns og heimild umboðsmannsins til þess að koma fram fyrir þína hönd, eða annað sem lög leyfa.
Í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna gætir þú átt rétt á því að áfrýja okkar svari við þínum beiðnum. Ef svo er upplýsum við þig um það hvernig þú getur nýtt þér réttinn til áfrýjunar í svari okkar við beiðni þinni.